David De Gea var með furðulega tilburði í leik Manchester United gegn Arsenal í gær.
Liðin áttust við í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í gær. Heimamenn í Arsenal unnu dramatískan 3-2 sigur.
Það kom upp atvik í leiknum þar sem De Gea lét sig falla ansi auðveldlega eftir litla snertingu frá Eddie Nketiah, sem skoraði tvö mörk í leiknum.
Fáir botna í þessu þar sem Spánverjinn var aldrei líklegur til að fá neitt fyrir sinn snúð þarna.
Þetta atvik má sjá hér að neðan.
Get well soon @D_DeGea. Prayers for you right now pic.twitter.com/G2CtDQ60yL
— Renato (@rehnato) January 22, 2023