Bandaríska leikkonan Pamela Anderson sakar leikarann Tim Allen um að hafa berað sig fyrir framan hana árið 1991, þá var hún 23 ára og hann var 37 ára.
Leikarinn neitar sök og segir atvikið ekki hafa átt sér stað.
Fyrrverandi Baywatch-stjarnan segir að hann hafi flassað hana á fyrsta tökudegi grínþáttanna Home Improvement, þar sem þau bæði fóru með hlutverk. Hún hætti eftir tvær þáttaraðir til að leika í geysivinsælu Baywatch þáttunum.
Pamela greinir frá þessu í nýrri sjálfsævisögu sem kemur út í lok mánaðarins, Love, Pamela. Hún segir að hún hafi gengið út úr búningsherberginu sínu og Tim hafi verið á ganginum fyrir utan, aðeins klæddur í slopp.
„Hann losaði fyrir sloppinn og flassaði mig snögglega, hann var alveg nakinn undir sloppnum. Hann sagði að þetta væri bara sanngjarnt, því hann hafði séð mig nakta og nú værum við jöfn. Ég hló því mér leið óþægilega,“ segir hún.
Tim Allen þvertekur fyrir að hafa berað sig. „Ég myndi aldrei gera svona,“ sagði hann um ásakanir Pamelu í yfirlýsingu til Variety.