Piers Morgan, fjölmiðlamaðurinn umdeildi, skaut föstum skotum á Manchester United eftir tap liðsins gegn Arsenal í gær.
Skytturnar unnu dramatískan 3-2 sigur á United í ensku úrvalsdeildinni í gær og er liðið nú með fimm stiga forskot á Manchester City á toppi deildarinnar. Þá á Arsenal einnig leik til góða.
Morgan er mikill stuðningsmaður Arsenal og gladdist yfir úrslitunum. Hann skaut hins vegar á United og framherja liðsins, Wout Weghorst.
„Til hamingju Manchester United. Þetta er það sem gerist þegar þið ráðið hrokafullan þjálfara sem vanvirðir þann besta í sögunni, Cristiano Ronaldo, svo illa að hann fer. Svo leysa þeir hann af með einhverjum sem ég hef aldrei heyrt um og ljómar eins og austurísk pylsa,“ skrifaði Morgan á Twitter.
Morgan og Ronaldo eru miklir mátar, eins og sást í viðtalinu sem flestir muna eftir frá því í fyrra. Varð það til þess að Ronaldo yfirgaf United. Hann er nú hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu.
Því þurfti félagið að fá inn framherja og fékk Weghorst á láni frá Burnley. Hollendingurinn hafði verið á láni hjá Besiktas í Tyrklandi fyrri hluta leiktíðar.
Congrats @ManUtd – that’s what happens when you hire an arrogant coach who disrespects the 🐐 @Cristiano so badly he leaves – and then replaces him with someone I’ve never heard of who sounds like an Austrian sausage. #Weghorst pic.twitter.com/Gk2rCo9aMw
— Piers Morgan (@piersmorgan) January 22, 2023