Fyrrum úrvalsdeildarleikmaðurinn Greg Halford birti athyglisvert myndband á samfélagsmiðlum um helgina. Þar mátti sjá hann kasta eigum fyrrverandi kærustu sinnar út um glugga.
Halford, sem er 38 ára gamall, á feril að baki með félögum á borð við Wolves, Reading, Portsmouth, Brighton og Sunderland, auk fjölda annara. Í dag er hann hjá Hashtag United í ensku utandeildinni.
Sem fyrr segir birti Halford mynband um helgina, þar sem hann hendir eigum fyrrverandi kærustu sinnar út um gluggann. Ástæðan fyrir því er sú að hún hélt framhjá honum að sögn hans.
Þetta hefur vakið gríðarlega athygli og enskir miðlar fjallað um málið.
Myndbandið umtalaða má sjá hér að neðan.
Been far far to long but finally clearing out the cheating c**t ex stuff. 🙌 pic.twitter.com/HGAzfgcCx4
— Greg Halford (@GregHalford15) January 21, 2023