fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Lögsækir barinn þar sem hún keypti áfengi – Ástæðan er ótrúleg

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. janúar 2023 22:00

Mynd: EPA-EFE/SCOTT BARBOUR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2019 ók Daniella Leis ölvuð og endaði á að aka á hús í London í Ontario í Kanada. Viðbragðsaðilar komu fljótt á vettvang og náðu henni út úr bílflakinu. Því næst byrjuðu þeir að rýma næstu hús vegna gasleka sem ákeyrslan hafði valdið.

En 15 mínútum síðar varð mikil sprenging og segir cbc.ca að hún hafi gjöreyðilagt fjögur hús og múrsteinar, sem flugu allt að tvö hundruð metra, hafi einnig valdið tjóni á eigum fólks.

Ekkert manntjón varð en sjö slösuðust lítillega.

Rannsókn leiddi í ljós að áfengismagnið í blóði Leis var rúmlega tvisvar sinnum meira en heimilt er.

Hún var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ölvunaraksturinn og það mikla tjón sem hún olli en það var metið á sem svarar til um 1,4 milljarða íslenskra króna.

Nú hefur Daniella, í samvinnu við föður sinn Shawn, höfðað mál gegn Ovations Ontario Food Services sem á barinn þar sem hún sat að sumbli fyrir slysið.

Í stefnunni kemu fram að hún fari fram á uppreist æru og réttlæti í formi viðurkenningar dómstólsins á að fyrirtækið beri alla ábyrgð á greiðslu þeirra bóta sem hún var dæmd til að greiða vegna slyssins.

Danielle heldur því fram að barinn og starfsfólk hans beri að hluta ábyrgð á slysinu því starfsfólkið hafi „vitað mjög vel að hún var ölvuð eða myndi verða ölvuð“. Þess utan sakar hún fyrirtækið um að hafa ekki verið með nægilega vel þjálfaða dyraverði sem gætu borið kennsl á ölvaða viðskiptavini.

Í stefnunni kemur einnig fram að Danielle takist nú á við sex málshöfðanir í tengslum við slysið. Það eru þolendur gassprengingarinnar sem standa að baki þessum málshöfðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?