CNN segir að rannsókn á hreiðrinu og eggjunum hafi varpað ljósi á mikilvæg atriði varðandi líf þessara risastóru dýra sem röltu um hér á jörðinni fyrir 66 milljónum ára.
Eggin, sem eru 15 til 17 cm í þvermál, eru líklega frá nokkrum dýrum. Guntupalli Prasad, steingervingafræðingur við Delhi háskóla, sagði að fjöldi eggja í hverju hreiðri hafi verið á bilinu 1 til 20. Mörg hreiðranna voru þétt saman.
Prasad sagði að þessi fundur bendi til að titanosaurs hafi ekki alltaf verið umhyggjusömustu foreldrarnir. „Þar sem titanosaurs voru svo risastórir, þá hefðu þeir ekki geta farið að hreiðrunum og gengið á milli þeirra eða gefið ungunum að éta því þeir hefðu stigið á eggin og kramið þau,“ sagði Prasad.
Dr Darla Zelenitsky, prófessor í steingervingafræði við Calgary háskóla, sagði í samtali við CNN að það sé mjög óvenjulegt að finna svo mörg hreiður risaeðla því ákveðnar aðstæður hafi þurft að vera til staðar til að eggin yrðu að steingervingum.
Fyrstu eggin á þessu svæði fundust á tíunda áratug síðustu aldar og þau síðustu 2020. Þau höfðu varðveist ótrúlega vel að sögn steingervingafræðinga.