fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Hvalir geta verið lykillinn að stórum sigri í krabbameinsrannsóknum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. janúar 2023 16:30

Hnúfubakur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búa hvalir yfir lyklinum að hvernig er hægt að koma í veg fyrir að krabbamein breiðist út í fólki? Þessu velta nokkrir vísindamenn fyrir sér í kjölfar birtingar nýrrar rannsóknar.

Rannsóknin var birt í vísindaritinu Scientific Reports að sögn The New York Times sem segir að vísindamenn velti fyrir sér af hverju það sé frekar sjaldgæft að hvalir fái krabbamein þrátt fyrir að vera mjög stórir.

„Þetta er eitt púsl í hinu stóra púsli,“ sagði Mariana Nery, líffræðingur við Campinas háskólann í Brasilíu og benti á að þeim mun stærri sem lífvera er, þeim mun fleiri frumur séu í henni. Það þýðir að það er meira um að frumur skipti sér en það felur í sér aukna hættu á krabbameini. Af þeim sökum er ekki óeðlilegt að ætla að þessi stærstu dýr jarðar séu í sérstaklega mikilli hættu á að fá krabbamein. En þannig er það ekki.

Ef það tekst að öðlast skilning á erfðafræði hvala þá er hugsanlega hægt að öðlast meiri þekkingu á þeim genum sem geta „dregið úr útbreiðslu krabbameins“.

Þetta sagði Michael McGowen, meðhöfundur rannsóknarinnar og líffræðingur við Smithsonian í Washington D.C.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar