Ef þú ferð í kalda sturtu þá er hún örugglega ekki kaldari en 10 gráður. Þú þarft því að standa undir bununni í minnst eina mínútu til að það fari að hafa góð áhrif á heilbrigði líkamans.
Hiti og vellíðan. Kalt vatnið veldur skammvinnum og mjög stressandi áhrifum á líkamann. Hann sendir þá viðvörunarefni til heilans og út í líkamann. Þetta eru til dæmis adrenalín og efni sem draga úr sársauka og stressi. Þetta hefur í för með sér að þegar þú skrúfar fyrir kalda vatnið þá finnur þú fyrir hlýrri og afslappaðri tilfinningu þegar blóðið byrjar aftur að renna til húðarinnar og vöðva. Þetta getur haft margra klukkustunda vellíðunaráhrif. Þú getur upplifað enn lengri slíka tilfinningu ef þú stundar sjóböð að vetri til eða ferð í kaldan pott.
Dregur úr verkjum. Ef þú glímir við gigt, auma vöðva eða bólgur þá getur þú upplifað að verkirnir linast ef þú ferð í kalda sturtu.
Önnur heilsufarsáhrif. Köld sturta getur haft jákvæð áhrif á ónæmiskerfið, fitubrennslu, bætt svefn, aukið gljáa húðarinnar og fært henni meiri raka. En niðurstöður rannsókna eru ekki samhljóma og óvíst er hvaða heilsufarsávinningur er af því að baða sig í köldu vatni. Til dæmis hafa rannsóknir sýnt að þeir sem stunda sjóböð að vetri til eru með færri veikindadaga og finnst þeir heilbrigðari en aðrir. En vísindamenn vita ekki hvort kemur fyrst: Heilbrigt fólk, sem stundar vetrarböð, eða verður maður heilbrigðari af því að stunda vetrarböð?
Þeir sem eru með sykursýki eða lélegt blóðflæði eða ofurviðkvæmir fyrir kulda eða með alvarleg hjartavandamál eða of háan blóðþrýsting ættu ekki að stunda köld böð eða vetrarböð í sjó.