fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Hneykslismál í uppsiglingu á Englandi – Rúmlega 100 börn numin á brott

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 16:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist sem stórt hneykslismál sé í uppsiglingu á Englandi eftir að fram kom að rúmlega 100 börn hafa verið numin á brott á einu og hálfu ári.

Börnin dvöldu öll á sama hótelinu en þau höfðu sótt um hæli í Bretlandi og höfðu komið þangað ein. The Guardian segir að mörgum af börnunum hafi verið rænt á götu úti, nærri hótelinu.

„Börnin eru bókstaflega tekin upp fyrir framan bygginguna, síðan hverfa þau og finnast ekki aftur. Þau eru tekin á götu úti af fólki sem stundar mansal,“ hefur The Guardian eftir ónafngreindum heimildarmanni sem starfar fyrir Mitie en það er fyrirtækið sem rekur umrætt hótel sem innanríkisráðuneytið er með á leigu.

Hótelið er í Brighton. Þar hafa 600 börn verið vistuð en 136 hafa horfið á síðustu 18 mánuði. 79 þeirra hafa ekki fundist.

En þetta er bara toppurinn á ísjakanum að sögn The Guardian sem segir að tölur frá því í október sýni að 222 börn, sem hafa komið ein til Bretlands og sótt um hæli, hafi horfið af hótelum þar sem þeim var komið fyrir.

Innanríkisráðuneytið hefur að sögn ítrekað verið varað því að fólk, sem stunda mansal, myndi reyna að ná þessum börnum sem eru í mjög viðkvæmri stöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona léttist þú hraðast

Svona léttist þú hraðast