„Við höfum ekki enn verið spurð en ef við verðum spurð, þá munum við ekki standa í veginum. Við vitum hversu mikilvægir þessir skriðdrekar eru og þess vegna erum við að ræða þetta við bandamenn okkar. Við verðum að tryggja að mannslífum verði bjargað og úkraínskt landsvæði verði frelsað,“ sagði hún.
Leopard skriðdrekarnir eru framleiddir í Þýskalandi. Samkvæmt skilmálum í kaupsamningi þeirra þá mega Pólverjar ekki láta öðru ríki þá í té nema fá til þess heimild frá Þjóðverjum.