Stórlið spænsku úrvalsdeildarinnar unnu bæði í kvöld en Real Madrid og Barcelona voru í eldlínunni.
Real Madrid hafði betur gegn Athletic Bilbao þar sem Karim Benzema og Toni Kroos komust á blað.
Barcelona fékk auðveldara verkefni heima gegn Getafe og vann leikinn 1-0.
Ungstirnið Pedri er orðinn einn mikilvægasti leikmaður Börsunga og skoraði eina mark leiksins.
Athletic 0 – 2 Real Madrid
0-1 Karim Benzema(’24)
0-2 Toni Kroos(’90)
Barcelona 1 – 0 Getafe
1-0 Pedri(’35)