fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Bjarki er trans en fann sig hvergi í lífinu – „Ég þurfti að leyfa mér að fara inn í áföll, finna sársauka, verða sár og allt sem því fylgdi‟

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 22. janúar 2023 20:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Steinn er 29 ára strákur úr Hafnarfirði með bros sem birtir upp öll rými sem hann kemur inn í og hefur einstaklega góða nærveru. Hann er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

Bjarki hefur ekki alltaf skartað þessu breiða og fallega brosi út á við en uppvaxtarárin voru erfið.

Kunnu ekki á tilfinningaveru

„Ég er mikil tilfinningavera og foreldrar mínir kunnu ekki á svoleiðis einstakling. Ég lenti í líkamsárás og kynferðisofbeldi af hendi ókunnugs manns þegar ég var 8 ára gamall og það greip mig ekkert. „Þetta var risa áfall sem breytti minni heimsmynd alveg og það var ekkert sem greip mig eða foreldra mína, það klikkaði allt.‟

Bjarki talar um skólakerfið og að hafa hvergi passað inn í. Í raun hafi tvennt verið í stöðunni á unglingsárunum.

„Þetta er kannski ekki gáfuleg leið en ef við skoðum þetta eftir á þá er þetta gáfulegri leið en að taka eigið líf. Það var sá möguleiki eða flýja alla þessa vanlíðan í vímuefni og vera þannig samþykktur inn í ákveðinn hóp krakka. Ég var loksins samþykktur og fann lausn þrátt fyrir að það væri skammtímalausn.‟

Hjálpaði mikið að koma út sem trans

Neysla Bjarka einkenndist af tímabilum en rauði þráðurinn í gegnum 11 ára neyslu er að hann reyndi allan tímann að eltast við lausnina sem hann fann í byrjun en fann hana ekki aftur.

Bjarki kom út sem trans manneskja 24 ára og telur hann það hafa hjálpað mikið að hafa haft 12 spora samfélag og fjölbreyttan hóp fólks í kringum sig á þeim tíma.

Bjarki hefur þurft að vinna úr mörgum áföllum, æskunni og öllu því sem fylgir neyslu. Hann hefur bæði farið hefðbundnar og óhefðbundnar leiðir til að ná þeim bata og til að komast í sátt við sjálfan sig og lífið.

„Ég þurfti að leyfa mér að fara inn í áföll, finna sársauka, verða sár og allt sem því fylgdi. Ég þurfti líka að falla eitt kvöld fyrir þremur árum tæplega til að sjá almennilega og enda á spítala til að sjá að ég vildi breyta lífinu alveg og fara þá leið sem ég feta í dag. ‟

Hnúturinn stækkaði bara

Bjarki lenti á vegg í sinni vegferð eftir töluvert langan tíma edrú og í góðum bata.

„Ég var að gera allt sem ég átti að gera, vann alla mína vinnu, sinnti edrúmennskunni, gerði allt rétt en samt lenti ég á vegg.

Ég náði ekki að losa um hnútinn sem stækkaði bara, ‟ segir hann og bætir við að þá hafi hann, í samráði við fagaðila og sitt fólk farið að skoða óhefðbundnar leiðir til að ná að losa um hnútinn sem hann gat ekki losað um með þessum hefðbundnu aðferðum sem áður höfðu virkað.

Sorgarferli að kveðja vímuefnin

Hann segir okkur frá því ferðalagi og samtökum sem hann stofnaði í kjölfar þess.

Bjarki þurfti að læra að lifa á fullorðinsárum og finna aðrar leiðir en að flýja í hugbreytandi efni þegar lífið gerist eða eitthvað bjátar á.

„Ég fór í gegnum ákveðið sorgarferli þegar ég kvaddi vímuefnin, þau höfðu bjargað mér svo oft og lengi.

Ég þurfti að breyta alfarið hvernig ég hugsaði um vímuefni því í raun eru þau gamall félagi sem einu sinni voru bjargráð en munu ekki hjálpa mér í dag, ég hef önnur verkfæri í dag sem virka betur.‟

Það má hlusta á viðtalið við Bjarka Steiní heild sinni í hlaðvarpinu Sterk saman.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram