Umboðsmaður Ítalans Nicolo Zaniolo sást í London fyrir helgi en leikmaðurinn er líklega að kveðja Roma.
Roma er búið að sætta sig við að selja Zaniolo en hann er 23 ára gamall og er á leið til Tottenham.
Umboðsmaður leikmannsins var myndaður í London í vikunni og er þar í viðræðum við Tottenham um félagaskipti.
Roma er talið vilja fá 35 milljónir punda fyrir Zaniolo sem kom til Roma frá Inter Milan fyrir fimm árum.
Hann var ekki með liði Roma um síðustu helgi er liðið vann Fiorentina í Serie A.