Framherjinn Sebastian Haller er kominn í nýja skó en hann er nú mættur aftur til starfa eftir erfiða mánuði.
Haller greindist með krabbamein í eista á síðasta ári og hefur gengist undir lyfjameðferð vegna þess.
Nú er Haller búinn að jafna sig af sjúkdómnum og fagnar því með nýjum skóm frá Puma.
‘Fokk krabbamein,’ stendur á skóm Haller sem er 28 ára gamall og er mjög öflugur sóknarmaður.
Mynd af skónum má sjá hér.