fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Hörmulegur fyrri hálfleikur gegn Brasilíu – „Daprasta varnarframmistaða sem ég hef séð hjá íslensku landsliði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. janúar 2023 17:43

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Daprasta varnarframmistaða sem ég hef séð hjá íslensku landsliði,“ sagði Einar Örn Jónsson, þulur RÚV á HM í handbolta. Það er hálfleikur í síðasta leik Íslands í milliriðli á HM, en liðið er undir gegn Brasilíu, 18-22.

Íslenska vörnin hefur verið hörmuleg í fyrri hálfleik og markvarsla engin. Einnig hefur verið mikið um sóknarmistök, sérstaklega í hraðaupphlaupum. Kristján Örn Kristjánsson hefur leikið einna best fyrir liðið í hálfleiknum, en hann hefur skorað 4 mörk.

„Þessi vörn er ekki að ganga upp, ég hef verið þrjú ár að gagnrýna þetta,“ segir álitsgjafinn Logi Geirsson. Hann segir varnaruppstillingu liðsins vera mistök og það sé helsta orsök slakrar frammistöðu gegn liði sem ekki  er talið í heimsklassa.

„Þetta er bara rugl,“ segir Logi.

Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að litlu máli skipti hvað Guðmundur landsliðsþjálfari segi við leikmennina í hálfleik því hann hafi augljóslega lítil áhrif á þá. Hann nái ekki að tala í þá stemningu.

Logi er ósammála þessu og segir að ekkert vanti upp á baráttu leikmanna heldur sé um að kenna rangri stjórnun á liðinu og rangri varnartaktík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans