Það gengur á með hvassviðri eða stormi um allt land í dag. Hvassast verður suðvestanlands. Vindhraði verður á bilinu 15-25 metrar og ætti veðrið að ná hámarki um hádegi. Það gengur á með dimmum éljum.
Appelsínugul viðvörun gildir fyrir Suðurland og Faxaflóa en gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðíð. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám og færð.
Sjá nánar á vef Veðurstofunnnar.