Eldur kom upp í matarvagninum Hagavagninn sem staðsettur er rétthjá Vesturbæjarlauginni. Mbl.is greinir frá þessu.
Laust fyrir hálfátta var búið að slökkva eldinn en mannskapur frá slökkviliðinu er á vettvangi til að tryggja að eldur taki sig ekki upp aftur.