fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Sjö sem voru miklu betri eftir að þeir yfirgáfu Liverpool – Margir landsliðsmenn

Victor Pálsson
Sunnudaginn 22. janúar 2023 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er athyglisvert að skoða sjö leikmenn sem hafa yfirgefið Liverpool og gert betri hluti annars staðar.

Margir frábærir leikmenn hafa spilað með Liverpool undanfarin ár en ekki allir hafa náð að láta ljós sitt skína.

The Sun tók saman lista yfir sjö stjörnur sem hafa gert það gott annars staðar í Evrópu eftir að hafa yfirgefið Liverpool.

Conor Coady

Coady er 29 ára gamall varnarmaður en hann gekk í raðir Liverpool árið 2005 þá aðeins 12 ára gamall. Hann átti eftir að spila mjög vel með Wolves og á þá að baki 10 landsleiki fyrir England.

Peter Gulacsi

Þessi 32 ára gamli markmaður var í sex ár hjá Liverpool en var aldrei hugsaður sem aðalmarkmaður liðsins. Gulacsi var lánaður til liða í neðri deildum Englands en var svo seldur til RB Salzburg í Austurríki. Eftir góða frammistöðu þar þá gekk hann í raðir RB Leipzig í Þýskalandi og er enn númer eitt.

Raheem Sterling

Sterling var flottur hjá Liverpool og fékk sín tækifæri, félagið vildi aldrei losna við hann. Manchester City bauð risaupphæð í Sterling og spilaði hann þar í mörg ár og gekk svo í raðir Chelsea í sumar.

Alvaro Arbeloa

Arbeloa spilaði 66 deildarleiki fyrir Liverpoll frá 2007 til 2009 en hann kom frá Real Madrid árið 2006. Tveimur árum eftir að hafa skrifað undir á Englandi hélt leikmaðurinn aftur til Real og átti góð sjö ár hjá félaginu.

Iago Aspas

Aspas gat í raun aldrei neitt á Englandi en hann kom til Liverpool frá Celta Vigo árið 2013 og spilaði aðeins 14 deildarleiki án þess að skora mark. Aspas hélt svo aftur til Celta árið 2015 og hefur raðað inn mörkum þar undanfarin átta ár.

Suso

Þessi 29 ára gamli vængmaður spilar með Sevilla í dag en er þekktastur fyrir tíma sinn hjá AC Milan. Suso lék með Liverpool frá 2010 til 2015 en fékk fá tækifæri með aðalliðinu og náði að sýna eigin gæði annars staðar.

Danny Ings

Ings er eitt þekktasta nafnið á þessum lista en hann gekk í raðir West Ham á dögunum. Ings fékk aðeins að spila 14 deildarleiki fyrir Liverpool á fjórum árum en það var einnig að hluta til vegna meiðsla. Ings gekk í raðir Southampton eftir dvölina hjá Liverpool og skoraði mark í öðrum hverjum deildarleik í tvö ár og gekk svo í raðir Aston Villa og svo West Ham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“