Kasper Schmeichel, fyrrum markmaður Leicester, var búinn að samþykkja að ganga í raðir Bayern Munchen fyrr í mánuðinum.
Foot Mercato fullyrðir þessar fregnir en Bayern var í leit að markverði eftir meiðsli Manuel Neuer sem er frá út tímabilið.
Schmeichel spilar í dag með Nice í Frakklandi en er þekktastur fyrir tíma sinn sem markmaður Leicester.
Daninn var búinn að samþykkja skipti til Bayern áður en félagið fékk til sín Yann Sommer frá Gladbach.
Hann gerði sér vonir um að fá að spila fyrir stórliðíð en því miður var Bayern ekki lengi að semja við Sommer sem tekur við af Neuer í bili.