Það er útlit fyrir það að Thomas Tuchel, fyrrum stjóri Chelsea, sé á leið til Spánar miðað við nýjustu fregir.
Florian Plettenburg hjá Sky Sports segir að Tuchel hafi verið að læra spænsku undanfarnar vikur.
Tuchel hefur verið án starfs síðan í september en hann var þá óvænt rekinn frá Chelsea.
Tottenham hefur verið orðað við Tuchel en hann ku hafa engan áhuga á að taka við af Antonio Conte.
Draumur Tuchel er að taka við annað hvort Barcelona eða Real Madrid en það gæti reynst erfitt á þessu ári.