Crystal Palace 0 – 0 Newcastle
Það var lítið um fjör í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er Crystal Palace og Newcastle áttust við.
Flestir bjuggust líklega við sigri Newcastle en þeir moldríku hafa verið á miklu skriði undanfarnar vikur.
Að þessu sinni varð það ekki raunin en leiknum lauk með markalausu jafntefli í London.
Newcastle var mun sterkari aðilinn í leiknum en mistókst að ná í sigurinn að lokum.
Newcastle fór þó upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum og er fyrir ofan Manchester United.