Roberto Firmino hefur staðfest það að hann sé ekki á förum frá Liverpool og vill spila með liðinu eins lengi og hægt er.
Firmino hefur verið mjög sigursæll hjá Liverpool en er kominn í minna hlutverk í dag en fyrir nokkrum árum.
Firmino segist vera ánægður hjá Liverpool en hann hefur verið orðaður við Al-Nassr í Sádí Arabíu.
,,Það er magnað að spila hér með svo góðum fótboltamönnum, stjörnum leiksins,“ sagði Firmino.
,,Ég er ánægður hérna og hef aðeins hug á að vera hér áfram. Það er draumur allra að vinna ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina.“