Noni Madueke, nýjasti leikmaður Chelsea, vonast til að verða eins góður og Eden Hazard einn daginn.
Hazard er goðsögn í augum stuðningsmanna Chelsea en yfirgaf félagið fyrir Real Madrid árið 2019.
Hazard var magnaður í sóknarlínu Chelsea í mörg ár og var vinsæll á meðal margra, þar á meðal Madueke.
Madueke er sóknarsinnaður leikmaður eins og Hazard en hann kom til félagsins frá PSV Eindhoven á föstudag.
,,Ég dáist mest af Eden Hazard. Hann fær þig til að standa upp, hann er góður í að skapa hluti,“ sagði Madueke.
,,Við erum svo sannarlega með einhverja svipaða eiginleika og vonandi verð ég eins góður og hann einn daginn.“