Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var nokkuð sáttur með að fá eitt stig gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Liverpool fékk Chelsea í heimsókn en viðureigninni lauk með markalsusu jafntefli á Anfield.
Klopp var nokkuð ánægður með spilamennsku sinna manna en játar það að jafntefli hafi mögulega verið verðskulduð niðurstaða.
,,Við byrjuðum vel í fyrri hálfleik og seinni hálfleik og áttum góða kafla en við náðum ekki að halda uppteknum hætti,“ sagði Klopp.
,,Við þurfum að vera tilbúnir fyrir þessi litlu skref og við náðum að halda hreinu gengn Chelsea. Við sköpuðum ekki mikið af færum en fengum okkar færi og þeir líka.“
,,Við vorum aðeins of aftarlega í leiknum, ég get sætt mig við markalaust jafntefli.“