Markamaskína er nýtt lag frá hljómsveitinni Fussumsvei og er tileinkað öllum íslenskum handboltalandsliðum. Markamaskína er stuðningslag sem allir ættu að geta tengt við sem elska handbolta og elska að sjá sigra íslensku landsliðanna.
Þetta er fjórða lagið sem Fussumsvei gefur út en hin eru Það verður gaman, Hlátur og gleði og Túristagildran. Meðlimir Fussumsvei eru þeir Kolbeinn Tumi Haraldsson, Valur Arnarson, Garðar Guðjónsson og Sigurður Bragason.
Lagið er í spilaranum hér fyrir neðan: