fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Fyrrum stjarna óþekkjanleg á mynd sem vekur mikla athygli

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. janúar 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum sóknarmaðurinn Dani Guiza er óþekkanlegur í dag en hann var hluti af liði Spánverja á EM 2008 er liðið vann mótið.

Guiza er 42 ára gamall í dag en hann hefur ekki lagt skóna á hilluna og samdi í vikunni við nýtt félag.

Guiza hefur skrifað undir samning við lið CD Rota á Spáni en liðið leikur í fimmtu efstu deild.

Um er að ræða leikmann sem hefur ekki látið til sín taka síðan hann spilaði með Cadiz frá 2015 til 2017.

Eftir það samdi leikmaðurinn við Atletico Sanluqueno og skoraði 14 mörk í 107 leikjum en það er lið sem leikur í þriðju efstu deild Spánar.

Þrátt fyrir að vera á fimmtugsaldri er Guiza hvergi nærri hættur og hefur gert samnign við Rota út tímabilið.

Hann gerði garðinn frægan sem leikmaður Getafe, Mallorca og Fenerbache og á að baki 21 landsleik fyrir Spán á sínum ferli.

Guiza er óþekkjanlegur á nýjustu myndum og vilja margir meina að hann sé vel yfir fimmtugt sem er þó ekki raunin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“