Jesse Lingard, leikmaður Nottingham Forest, upplifði erfiða tíma áður en hann yfirgaf lið Manchester United.
Lingard var þunglyndur er hann var við endastöðina á Old Trafford og var byrjaður að drekka töluvert fyrir svefn.
Það var alltaf draumur leikmannsins að spila fyrir uppeldisfélagið en þurfti að lokum að sætta sig við mjög lítið hlutverk.
,,Ég þurfti eitthvað til að takast á við sársaukann,“ sagði Lingard í samtali við hlaðvarpsþáttinn The Diary Of A CEO.
,,Ég þurfti að róa sjálfan mig niðpur, ég fékk mér í glas áður en ég fór að sofa, það var venjan,.“
,,Í dag hugsa ég til baka og velti fyrir mér hvað ég var að gera. Ég var að reyna að gleyma því sem var í gangi en ég gerði það tíu sinnum verra.“