Leicester City hefur staðfest komu leikmanns að nafni Victor Kristiansen en hann er 20 ára vinstri bakvörður.
Kristiansen skrifar undir fimm og hálfs árs samning við Leicester og kostar rúmlega 17 milljónir punda.
Kristiansen er danskur U21 landsliðsmaður og var á mála hjá danska stórliðinu FC Kaupmannahöfn.
Það er Íslendingalið en Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson spila með félaginu.
Leicester hefur verið í miklu basli í vetur og vonast til þess að koma Kristiansen hjálpi liðinu að snúa blaðinu við.