Chelsea er búið að staðfesta komu leikmannsins Noni Madueke en hann kemur frá PSV Eindhoven.
Um er að ræða tvítugan leikmann sem þykir mikið efni en hann er sjötti leikmaðurinn sem Chelsea fær í janúar.
Gengi enska stórliðsins hefur verið fyrir neðan allar hellur á tímabilinu og eru breytingar framundan.
Madueke er Englendingur en hann lék á sínum tíma fyrir yngri lið Crystal Palace og Tottenham.
Leikmaðurinn gerir samning við Chelsea til ársins 2030 en hann kostar í kringum 30 milljónir punda.