Fimmtán stig verða dregin af ítalska stórliðinu Juventus en félagið er ásakað um stór fjársvik. Ítalska knattspyrnusambandið hefur staðfest þær fregnir.
Juventus bað eigin leikmenn um hjálp á tímum COVID-19 faraldrinum og báðu marga um að gefa laun sín í heila fjóra mánuði.
Flestir leikmenn sættu sig við einn mánuð án greiðslu en fengu svo borgað svart til að forðast skatt.
Eftir það var bókhald félagsins í miklu rugli og voru ýmsar falsanir sem áttu sér stað sem hefur verið til rannsóknar undanfarin tvö ár eða svo.
Stjórn Juventus sagði öll upp störfum í lok síðasta árs vegna ransóknarinnar en fyrrum forseti félagsins, Andrea Agnelli, hefur verið dæmdur í tveggja ára bann frá fótbolta.
Juventus á enn möguleika á að áfrýja þessum dóm en ef ákvörðunin stendur er ljóst að liðið mun berjast um miðja deild út tímabilið.