Milan Skriniar hefur samið við Paris Saint-Germain um að ganga í raðir félagsins í frjálsri sölu í sumar.
Það er franska blaðið L’Equipe sem greinir frá þessu.
Skriniar er 27 ára gamall miðvörður sem hefur verið á mála hjá ítalska stórliðinu Inter síðan 2017.
Inter hafði boðið honum nýjan samning en hann hafnaði honum.
Nú hefur Skriniar náð munnlegu samkomulagið við PSG og mun ganga í raðir félagsins í sumar.
Það gæti þó enn farið svo að Inter selji Skriniar til PSG í þessum mánuði. Mun hann þá kosta um 15 milljónir evra.