Erik ten Hag segir að Manchester United gæti enn bætt við sig leikmönnum í félagaskiptaglugganum nú í janúar.
United hefur verið á góðu skriði undanfarið. Liðið er í þriðja sæti deildarinnar með 39 stig, átta stigum á eftir toppliði Arsenal.
Í þessum glugga hefur United fengið til sín Wout Weghorst á láni frá Burnley en leikmenn gætu bæst við.
„Manchester United þarf alltaf að leyta að lausnum og þú þarft alltaf að leitast eftir því að verða betri. Það er það sem við munum gera,“ segir Ten Hag.
„Við munum vinna okkar heimavinnu og ef það eru möguleikar munum við nýta þá.“
United á heldur betur stórt verkefni fyrir höndum í næsta leik. Þá heimsækir liðið Arsenal á Emirates-völlinn.
Leikurinn fer fram á sunnudag og hefst klukkan 16:30.