Memphis Depay er genginn í raðir Atletico Madrid og kemur til félagsins frá Barcelona.
Memphis skrifar undir tveggja og hálfs árs samning en hann verður opinberaður sem leikmaður liðsins í kvöld.
Um er að ræða 28 ára gamlan sóknarmann sem náði aldrei í raun að festa sig í sessi sem lykilmaður á Nou Camp.
Memphis skrifaði undir samning við Barcelona 2021 en han var áður hjá Lyon og var þar í mjög stóru hlutverki. Hlutverkið var alls ekki það sama hjá Barcelona og vildi leikmaðurinn loks færa sig um set.
Alls spilaði Hollendingurinn aðeins 30 deildarleiki á tveimur árum fyrir Barcelona og skoraði 13 mörk.