Dani Alves hefur verið handtekinn vegna ásakana um kynferðislegt ofbeldi gegn konu á nýársnótt í Barcelona.
Lögreglan á Spáni vill ekki gefa upp hvers eðlis brotið er en samkvæmt fréttum mun dómara taka ákvörðun um framhaldið.
Ekki er vitað nákvæmlega hvernig brot Alves á að hafa framið en Sky Sports segir möguleika á að um nauðgun sé að ræða.
Alves er 39 ára gamall en hann leikur í dag með Pumas í Mexíkó, hann var í landsliðshópi Brasilíu á HM en er nú hættur í landsliðinu.
Alves hefur átt glæstan feril sem leikmaður með Barcelona, PSG, Juventus og fleiri liðum.
Former Brazil international Dani Alves was arrested on Friday after being accused of sexually abusing a woman in Spain. pic.twitter.com/kkE6LS5Q09
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 20, 2023