fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Giftist óvart frænda sínum – Eignuðust barn og eru enn saman

Fókus
Laugardaginn 21. janúar 2023 18:10

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin bandaríska Marcella Hill og eiginmaður hennar gerðu hræðilega uppgötvun þegar hún var ólétt af þeirra fyrsta barni.

Þau komust að því að þau væru blóðskyld en þau ákvaðu að láta það ekki á sig fá og eru enn gift.

Marcella greindi frá þessu á TikTok, þar sem hún nýtur mikilla vinsælda með tæplega 300 þúsund fylgjendur. Hún er einnig rithöfundur og hefur gefið út bókina Wake Her Up.

„Ég hef aldrei talað um þetta opinberlega en ég giftist óvart frænda mínum,“ sagði hún.

@beingmarcellahill Funny story… I accidentally married my cousin. We had no idea our Grandma and Grandpa were 1st cousins. Oops. #funnystory #marcellahill #wakeherup #marriage #marriedlife #awakening #momsoftiktok #grandmasoftiktok ♬ original sound – Marcella Hill

Hún var ólétt þegar þau komust að þessu og voru að skoða ættartrén sín í leit að nafni fyrir barnið. Þau tóku eftir því að nöfn langalangömmu og langalangafa þeirra voru þau sömu. Þau hringdu síðan í ömmur sínar og afa og fengu það staðfest að þau væru skyld. Afi Marcellu og amma eiginmanns hennar eru frændsystkin.

Aðspurð af hverju þau hefðu ekki áttað sig á þessu í brúðkaupinu sagði Marcella að þau hefðu gift sig við litla athöfn.

Þau hafa sætt sig við aðstæður og gera grín að þessu. „Þegar ég fer á ættarmót þá fer hann líka á sitt, á sama tíma,“ sagði hún.

Mörgum netverjum þótti hún hafa átt að halda þessu fyrir sig sjálfa á meðan öðrum fannst þetta ekkert mál. „Við erum öll skyld ef þú ferð nógu langt aftur,“ sagði einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram