Íslensk kona sem búsett erí Noregi liggur alvarlega særð á spítala ytra eftir að fyrrverandi eiginmaður hennar, sem er einnig íslenskur, réðst á hana með hníf á útibúi McDonalds í gær. Rúv greindi fyrst frá.
Árásin átti sér stað í bænum Karmoy á vesturströnd Noregs. Fram kemur að maðurinn hafi verið handtekinn við heimili sitt í gærkvöldi og hann hafi þegar játað á sig verknaðinn. Hann verður færður fyrir dómara í hádeginu í dag.
Lögreglan hefur ekki enn náð að yfirheyra konuna sem liggur þungt haldinn á spítala eins og áður segir.
Samkvæmt heimildum Rúv var konan með nálgunarbann á manninn, en hann lagði eld að heimili hennar í haust, á meðan konan var inni á heimilinu.
Fólkið er á sjötugsaldri og hefur lengi búið í Noregi. Þau höfðu verið gift í um fjörutíu ár og eiga saman börn á fullorðinsaldri.