fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Íslendingur stakk fyrrverandi eiginkonu sína með hníf á McDonalds í Noregi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. janúar 2023 12:35

Árásin átti sér stað á McDonalds veitingastað í Noregi. NRK/JOSTEIN VIESTAD

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ís­lensk kona sem búsett erí Noregi liggur alvarlega særð á spítala ytra eftir að fyrr­verandi eigin­maður hennar, sem er einnig ís­lenskur, réðst á hana með hníf á útibúi McDonalds í gær. Rúv greindi fyrst frá.

Árásin átti sér stað í bænum Karmoy á vesturströnd Noregs. Fram kemur að maðurinn hafi verið hand­tekinn við heimili sitt í gærkvöldi og hann hafi þegar játað á sig verknaðinn. Hann verður færður fyrir dómara í há­deginu í dag.

Lögreglan hefur ekki enn náð að yfirheyra konuna sem liggur þungt haldinn á spítala eins og áður segir.

Sam­kvæmt heimildum Rúv var konan með nálgunar­bann á manninn, en hann lagði eld að heimili hennar í haust, á meðan konan var inni á heimilinu.

Fólkið er á sjö­tugs­aldri og hefur lengi búið í Noregi. Þau höfðu verið gift í um fjöru­tíu ár og eiga saman börn á full­orðins­aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks