fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Heldur áfram að urða yfir Manchester United – „Bara af því þú sagðir þetta ætla ég að taka tveggja daga frí“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 20. janúar 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jesse Lingard fór í viðtal nýlega þar sem hann gagnrýndi sitt fyrrum félag, Manchester United.

Lingard er uppalinn hjá félaginu en fór til Nottingham Forest á frjálsri sölu í sumar.

Á meðal þess sem hann segir frá í viðtalinu eru samskipti hans við yfirmann fótboltamála hjá United, John Murtough, fyrir ári síðan. Þá vildi Lingard komast burt á láni þar sem hann var ekki að spila.

Lingard vill meina að hann hafi nánast verið kominn til Newcastle á láni þegar Murtough hringdi og sagði að hann gæti ekki farið.

„Þeir leyfðu nokkrum leikmönnum að fara á láni en þegar kom að mér hringdi John Murtough og sagði: Þú ert ekki að fara út á lán,“ segir Lingard.

„Ég sagði honum: Þessi er að fara á lán. Leyfðu mér að fara og njóta fótboltans því ég er ekki að spila hér. Hann spurði mig hvort ég vildi nokkurra daga frí. Ég sagði nei því mig langaði að fara og spila fótbolta.

Þeir komu í veg fyrir að ég færi á láni. Ég var pirraður og sendi honum: Bara af því þú sagðir þetta með fríið ætla ég að taka tveggja daga frí.“

Opinber ummæli yfirmanna United pirruðu svo Lingard.

„Svo settu þeir út yfirlýsinguna: Jesse bað um tveggja daga frí. Ég fór beint á Twitter og sagði hvernig hlutirnir væru í raun og veru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“