Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó á Hringbraut í kvöld. Þátturinn verður sýndur klukkan 21:00.
Guðni Th. er mikill íþróttaáhugamaður en í þættinum ræðir hann eigin feril í íþróttum. Þá fer forsetinn yfir fréttir vikunnar þar sem rætt verður um Söru Björk Gunnarsdóttur og fleira til.
Guðni ræðir einnig um Heimsmeistaramótið í handbolta auk þess að snerta á enska boltanum.
Dagný Brynjarsdóttir leikmaður West Ham verður svo á línunni og ræðir stöðuna í enska boltanum.
Ekki missa af þessu klukkan 21:00 á Hringbraut.