fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Hrollvekjandi kveðjubréf Naomi Judd opinberað

Fókus
Föstudaginn 20. janúar 2023 11:00

Wynonna og Naomi Judd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Tennesse hefur opinberað hrollvekjandi kveðjubréf kántrístjörnunnar Naomi Judd.

Naomi stytti sér aldur í apríl í fyrra, 76 ára að aldri, eftir að hafa glímt við andleg veikindi í mörg ár.

Hún myndaði kántrídúettinn The Judds ásamt dóttur sinni, Wynonnu Judd. Þær gáfu saman út sex breiðskífur og voru með farsælustu kántrítónlistarmönnum í heimi.

Til stóð að þær myndu fara í sitt fyrsta tónleikaferðalag í rúmlega áratug haustið 2022.

Nú hefur bréf sem Naomi skrifaði fyrir sjálfsvígið verið opinberað af lögreglunni í Tennessee í Bandaríkjunum. Radar Online birtir mynd af bréfinu.

„Ekki leyfa Wy að koma í jarðarförina mína. Hún er veik á geði,“ skrifaði Naomi á gulan bréfmiða.

Heimildarmaður tengdur Wynonnu sagði að hún hafi verið niðurbrotin vegna síðustu orða móður sinnar.

„Wy veit betur en aðrir hversu andlega veik móðir hennar var, en henni finnst erfitt að hugsa til þess að síðustu hugsanir mömmu hennar hafi verið svona illviljaðar.“

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn