Manchester City 4 – 2 Tottenham
0-1 Dejan Kulusevski(’44)
0-2 Emerson(’45)
1-2 Julian Alvarez(’51)
2-2 Erling Haland(’53)
3-2 Riyad Mahrez(’63)
4-2 Riyad Mahrez(’90)
Manchester City vann flottan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið spilaði við Tottenham.
Meistararnir þurftu á þremur stigum að halda til að minnka forskot Arsenal á toppnum í fimm stig.
Ballið byrjaði ekki vel en þeir Dejan Kulusevski og Emerson Royal komu gestunum frá London í 2-0.
Heimamenn svöruðu fyrir sig snemma í seinni hálfleik en þeir Julian Alvarez og Erling Haaland sáu um að jafna metin.
Það var svo Riyad Mahrez sem gerði tvö mörk til að tryggja þeim bláklæddu sigur og 4-2 niðurstaðan í kvöld.