fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Saga Ron Jeremy – Ris og fall Broddgöltsins, frægasta klámmyndaleikara heims

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ron Jeremy, einnig kallaður Broddgölturinn, er tallin með þekktustu klámmyndastjörnum allra tíma. Ef ekki sá þekktasti.

Ron lék í 2200 klámmyndum á 40 árum sem tryggði honum sess í Heimsmetabók Guinnes fyrir leik í flestum slíkum kvikmyndum.

Ris og fall Ron Jeremy

Ron er einn af örfáum slíkum leikurum sem náði að skapa sér nafn innan hins hefðbundna kvikmyndageira, bæði sem leikari og ráðgjafi við myndun erótískra sena.

Hann hefur komið fram í fjölmörgum tónlistarmyndböndum og var meira að segja persónu í tölvuleik. Ron Jeremy skrifaði einnig bók sem fékk góðar viðtökur.

Ron Jeremy 1979

En stjarna Ron hefur hrapað og það með látum.

Hann var fyrst ákærður í júní 2020, sama ár og hann lék í sinni síðust klámmynd, fyrir að nauðga þremur konum.

Í dag eru hann ákærður um kynferðisbrot gegn 21 konu en mun fleiri hafa stigið fram.

Súperstjarna klámmyndanna er nú sjötugur, með elliglöp og getur ekki lengur skrifað nafnið sitt.

Myndir úr íbúð hans sýna söfnunaráráttu auk þess sem skíturinn var ólýsanlegur og íbúðin útmigin. Ron bjó einn, kvæntist aldrei og á ekki börn (sem hann í það minnsta veit af).

Ron var súperstjarna klámsins.

Ólíkleg klámmyndastjarna

Ron Jeremy var í upphafi ólíkleg klámmyndastjarna, aðeins 167 sentimetrar á hæð og í þybbnari kantinum. En feiminn var hann ekki og ávallt reiðubúinn að sýna sína einkastaði (24 sentímtetrar).

Ron ólst upp sem Ronald Jeremy Hyatt í New York, menntaði sig sem kennari og tók meistaragráðu í sérkennslu.

En kennslan gaf ekki mikið af sér svo Ron sendi myndir af sér til tímaritsins PlaygirlPlaygirl leist vel á piltinn og slógu myndirnar í gegn.

En fjölskylda hans var ekki jafn hrifin. Fjölskylda Ron var vel virt í samfélaginu og skömmuðust foreldrar hans sín það mikið að þau grátbáðu hann um að skipta um nafn. Ron samþykkti að sleppa eftirnafninu og Ron Jeremy varð til.

Amma hans bjó á heimilinu en gafst upp og flutti út eftir að aðdáendur fóru að hanga við útihurðina í von um að berja goðið augum.

Fannst klámið subbulegt

Ron ákvað að nýta sér meðbyrinn og flytja til Los Angeles í þeirri von um að verða leikari. Þegar að einhver stakk upp á að hann leitaði að hlutverkum í klámmyndum, tók þann ekki mál, fannst það subbulegt.

Hann fékk nokkur smáhlutverk á sviði en í viðtali árið 2008 sagðist hann hafa verið að svelta í hel svo hann gafst upp eftir nokkra mánuði og hóf að kanna klámmyndabransann.

Hann hringdi þó fyrst í foreldra sína til að fá samþykki þeirra sem fékkst en með tregðu þó. Varð hann að lofa þeim að fengi hann tækifæri til að leika í venjulegum kvikmyndum myndi hann hætta.

Hann lofaði því en við tóku 40 ár af klámi.

Ron náði að skapa sér nafn utan klámheimsins.

Í sama viðtali sagðist hann ekki sjá eftir neinu. Hann hafi verið það gæfusamur að upplifa gullöld klámsins þar sem enn var lagður metnaður í handritsgerð, sviðsmyndir og annað slíkt. Myndir hans hafi verið sýndar í kvikmyndahúsum, þó aðeins þeim er sýndu slíkt, þar sem enn var langt í DVD diska og internet.

Skilur ekki ásakanirnar

Ron er sakaður um fjölda kynferðisbrota en þeir sem eru nánir honum segja hann ekki skilja ásakanirnar. Segist Ron hafa hagað sér eins og aðrir í hans heimi og enga ástæðu haft til að ráðast á konur, nóg af þeim hafi leitaði á hann í gegnum tíðina.

Hann var Broddgölturinn.

Ron verðuhr vistaður á stofnun í stað þess að réttað verði yfir honum.

Konurnar sem kærðu hann eru ekki sama sinnis. Ein þeirra var aðeins fimmtán ára þegar að Ron mun hafa ráðist á hana og nauðgað.

Í fyrradag úrskurðaði dómari að ekki yrði réttað yfir Ron, hann væri of illa farinn andlega.

Þess í stað verður heimsmeistari klámsins, sjálfur Broddgölturinn, vistaðu ótímabundið  á viðeigandi stofnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram