Wilfried Zaha hefur hrósað fyrrum liðsfélaga sínum Aaron Wan-Bissaka sem spilar með Manchester United í dag.
Þessir tveir félagar mættust í gær og átti Wan-Bissaka góðan leik og stöðvaði Zaha frá því að skora sigurmark leiksins í seinni hálfleik.
Wan-Bissaka er þekktur fyrir að vera mjög góður að tækla og hefur unnið sér inn mikilvægt sæti í byrjunarliði Man Utd undir Erik ten Hag.
Áður fékk Wan-Bissaka mikla gagnrýni og var orðaður við brottför en hann þykir ekki vera nógu öflugur fram á við.
,,Þetta þurfti bara að vera hann! Ég hefði getað unnið þennan leik í lokin,“ sagði Zaha.
,,Ég hljóp inn fyrir og horfði aðeins aftur fyrir mig og þar sá ég Aaron og ég vissi af þessu. Hann er sá eini sem getur tæklað svona aftan frá.“