Timo Werner, leikmaður RB Leipzig, hefur varað liðsfélaga sinn Christopher Nkunku við að ganga í raðir Chelsea.
Talið er að Nkunku muni ganga í raðir Chelsea á þessu ári en félagið er í leit að langtímalausn í sókninni.
Werner þekkir það vel að spila fyrir Chelsea en hann var þar 2020 til 2022 en var svo seldur aftur til Leipzig.
Þjóðverjinn skoraði aðeins tíu mörk í 56 deildarleikjum og varar Nkunku við því að það sé ekki eins að spila fyrir Leipzig og enska stórliðið.
,,Ég var ekki lengur hluti af plönum stjórans. Þú þarft að sætta þig við það og halda áfram,“ sagði Werner.
,,Ég get tjáð Nkunku um neikvæðu hlutina og þá jákvæðu, ef hann ákveður að fara. Hjá félagi eins og Chelsea þá spilarðu ekki eins og hjá RB Leipzig því það er mun meiri samkeppni.“
,,Þetta snýst ekki bara um íþróttalegu hliðina heldur einnig þá andlegu.“