fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
HelgarmatseðillMatur

Landsliðskokkurinn býður upp á ferskan og einfaldan helgarmatseðil

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 20. janúar 2023 14:00

Landsliðskokkur knái Gabríel Kristinn Bjarnason býður upp á helgarmatseðilinn að þessu sinni sem er í senn ferskur og einfaldur sem allir ráða við. MYND/ERNIR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabríel Kristinn Bjarnason matreiðslumaður og landsliðskokkur á heiðurinn af helgarmatseðlinum að þessu sinni sem hann valdi að hafa einfaldan, léttan og ferskan. „Gaman að geta boðið upp á ferskan og einfaldan helgarmatseðill eftir alla þungu jólaréttina í desember,“ segir Gabríel

Gabríel kom, sá og sigraði í keppninni Besti ungkokkur Norðurlandanna sem haldin var í fyrra í Danmörku og síðan gerði hann sér síðan lítið fyrir og vann bronsið í keppninni um Kokk ársins á Íslandi í fyrra sem er magnaður árangur fyrir ungan kokk. Loks fór hann út með íslenska kokkalandsliðinu á heimsmeistarakeppni matreiðslumanna þar sem þeir náðu glæsilegum árangri rétt fyrir jól og hömpuðu 6.sæti.

Færir sig yfir á Dill

„Árið 2023 er spennandi ár með fullt af nýjum tækifærum . Á þessu ári þá kveð ég Héðinn Kitchen & Bar eftir frábært ár hjá þeim þar sem ég lærði mikið og vann með skemmtilegu og flottu fagfólki. Síðan mun ég byrja að vinna á Dill sem er 1 michelin-stjörnu veitingastaður í hjarta borgarinnar. Ég hlakka til að sjá og prófa nýja hluti með þeim á þessu ári,“ segir Gabríel sem er orðinn mjög spenntur fyrir komandi tímum.

„Eftir flottan árangur hjá kokkalandsliðinu á heimsmeistaramótinu lok síðasta árs í Lúxemborg byrjar bráðum nýtt tímabil þar sem við stefnum á gullið í ólympíuleikunum í Stuttgart í febrúar árið 2024, og hlakkar mig mikið til að byrja æfa með liðinu aftur eftir gott jólafrí.“

„Í byrjun árs langar mig að bjóða lesendum upp á ferskan og einfaldan helgarmatseðil sem er eflaust kærkomið eftir kræsingarnar yfir hátíðirnar. Réttina valdi ég með það í huga.“

Föstudagur – Humarloka og nutellakaka sem slær öll met

„Það er bóndadagur í dag og þá er um að gera vel við sig og humar er einn af mínum uppáhalds mat svo þessi humarloka á vel í tilefni dagsins. Svo er gott að enda kvöldið á þessari nutellaköku sem bráðnar í munni. Fullkomin bóndadagsmáltíð sem er ekki flókin og gleður bragðlaukana.“

Humarlokan sem enginn getur staðist

Nutellakakan sem bráðnar í munni

Laugardagur – Syndsamlega smjörborðið sem hefur slegið í gegn

„Þetta er kærkomin ferskur og léttur laugardagsréttur sem á vel við daginn eftir bóndadag og steinliggur í góðra vina hópi.“

Syndsamlega smjörborðið sem hefur slegið í gegn

Sunnudagur – Grillaður þorskur með lauksalati og sósu

„Á sunnudagskvöld er kærkomið á fá grillaðan fisk og úr þessari grein ætla ég að velja þorskinn, lauksalatið og sósuna og töfra fram einfaldan og léttan rétt á sunnudagskvöldið til að njóta.“

Grillaður þorskur með lauksalati og sósu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum