fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Fyrrum leikmaður Tottenham látinn aðeins 25 ára að aldri

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anton Walkes, fyrrum knattspyrnumaður félaga eins og Tottenham og Portsmouth á Englandi, er látinn 25 ára að aldri.

Hann var á mála hjá Charlotte FC í Bandaríkjunum og staðfestir félagið sorgartíðindin í yfirlýsingu í dag. Þar lýsir það yfir mikilli sorg vegna andláts Walkes og vottar aðstandendum samúð.

Walkes lést af slysförum en hann var í bát sem skall saman við annan bát í nágrenni við Miami Marine leikvanginn í Flórída í Bandaríkjunum. Hann skilur eftir sig unga dóttur, Aylo og unnustu sína Alexis.

Walkes er alinn upp hjá enska stórliðinu Tottenham en lék einnig með Portsmouth á Englandi.

Auk Charlotte lék hann með Atlanta í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur