Eric Bailly hefur verið dæmdur í sjö leikja bann fyrir afar ljóta tæklingu í franska bikarnum fyrr í mánuðinum.
Bailly er á mála hjá Marseille á láni frá Manchester United. Liðið mætti D-deildarliði Hyeres í bikarnum á dögunum og vann 0-2 sigur.
Á 15. mínútu leiksins dró hins vegar til tíðinda þegar Bailly átti vægast sagt hræðilega tæklingu. Sá sem varð fyrir henni var Moussa N’Diaye og var honum keyrt burt á sjúkrabíl eftir atvikið.
Var hann fluttur á gjörgæslu en var úrskurðaður úr hættu degi síðar. Hann var hins vegar skaddaður á rifbeinum og var með eymsl í lungu og lifur.
🚨🇨🇮 #MUFC loanee Eric Bailly puts his opposition in hospital and is sent off. pic.twitter.com/b5mD1o5l6S
— UtdPlug (@UtdPlug) January 7, 2023
Bailly fór á sjúkrahúsið að biðja N’Diaye afsökunar um leið.
Málið var tekið fyrir og hefur Bailly verið dæmdur í sjö leikja bann. Hann hefur þó þegar verið tvo leiki í banni og á því aðeins fimm eftir.
Miðvörðurinn verður næst klár 19. febrúar, þegar Marseille mætir Toulouse.
Bannið gæti haft áhrif á United. Marseille kaupir leikmanninn á sex milljónir evra í sumar ef hann spilar helming leikja. Þá þarf liðið einnig að komast í Meistaradeild Evrópu, en það er í þriðja sæti.
Þegar hefur hann aðeins spilað tólf leiki í öllum keppnum og er því ekki víst að hann nái að spila 50% leikja.