Það er kjaftæði að Al-Hilal í Sádí Arabíu hafi sett sig í samband við Lionel Messi um að ganga í raðir félagsins.
Þetta segir Fabrizio Romano sem er einn sá virtasti í bransanum og staðfestir að Messi verði áfram hjá Paris Saint-Germain.
Fjallað var um það í vikunni að Al-Hilal væri á eftir Messi og vildi fá hann í sínar raðir á þessu ári.
Stór ástæða fyrir því er koma Cristiano Ronaldo til landslins en hann og Messi voru lengi taldir bestu leikmenn heims og voru erkifjendur á Spáni. Ronaldo gerði samning við Al-Nassr á síðasta ári.
Messi verður hins vegar áfram hjá PSG út árið og hefur Al-Hilal ekki boðið honum samning hingað til.