fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Einar Óli horfir fram á veginn eftir Idolið og hrindir af stað eigin söngvakeppni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 12:50

Einar Óli Ólafsson. Mynd/Daníel Starrason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Einar Óli Ólafsson hleður í skemmtilega keppni á Instagram með Idol-ívafi þar sem hver sem er getur tekið þátt.

Einar Óli tók þátt í Idol á Stöð 2 og komst í 18 manna úrslit. Hann var sendur heim fyrir beinu útsendingarnar en það olli talsverðu fjaðrafoki.

Áhorfendur lýstu yfir óánægju og hneykslun sinni á ákvörðun dómnefndar að senda hann heim og senda Birgi Örn áfram í beinu útsendingarnar, þar sem sá síðarnefndi átti slakasta flutninginn þann daginn að mati dómara.

Sjá einnig: Áhorfendur Stöðvar 2 hneykslaðir á ákvörðun dómnefndar Idol – „Ég missti alla trú á að þetta sé réttlát keppni“

Í samtali við DV segir Einar Óli að í þættinum hafi þetta komið út eins og þeir hefðu verið í einvígi, sem þeir voru ekki, og ber hann engan kala til Birgis, en þeir eru góðir vinir og töluðu mikið saman á meðan þessu stóð.

Einar Óli þakkaði fyrir stuðninginn eftir að þátturinn kom út en bað fólk um að sýna aðgát í nærveru sálar þegar það tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by iLo🎈 (@ilomakesmusic)

Byrjar með eigið Idol

Nú hefur Einar Óli ákveðið að vera með eigin útgáfu af Idol og hefur komið af stað leik á Instagram þar sem gleðin er í fyrirrúmi.

„Það var alltaf planið hjá mér að fara áfram í beinu útsendingarnar. Ég var kominn með bunka af lögum sem mig langaði að taka, þannig ég ætlaði að vera með og taka lögin bara á Instagram. Svo fékk ég þá hugmynd nú um daginn að fá sem flesta með mér í þetta. Hugmyndin að leiknum er að reyna að búa til einhverja stemningu,“ segir hann.

Einar Óli segir að undirtektirnar hafi verið mjög góðar og farið fram úr hans væntingum. „Ég bjóst aldrei við þessu. Ég reikna með að það sé fullt af fólki sem ætlar að taka þátt, en hef líka heyrt að marga langi að taka þátt en séu smá feimnir við það,“ segir hann og bætir við:

„Ef fólk er hikandi þá hvet ég það til að kýla á þetta. Hvað er það versta sem getur gerst?“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by iLo🎈 (@ilomakesmusic)

Byrjaði að efast um sjálfan sig

Eins og fyrr segir vakti mikla athygli þegar Einar Óli komst ekki áfram í Idolinu. Hann viðurkennir að það hafi verið viss vonbrigði en hann horfir fram á veginn.

„Þetta voru vonbrigði en þetta var náttúrulega tekið upp í nóvember, það tók mig kannski tvo til þrjá daga að komast yfir þetta. Maður var náttúrulega búinn að sökkva sér svo djúpt í þetta og vildi bara meira, en svona er þetta bara,“ segir hann.

Aðspurður hvernig það hafi verið að horfa þegar þátturinn kom loksins út, um tveimur mánuðum síðar.

„Það er agalegt adrenalín þegar maður er á sviði og það er verið að reyna að búa til stress aðstæður fyrir mann. Þannig þegar ég var búinn að syngja fannst mér að það hafi gengið vel en ég mundi ekkert eftir flutningnum. Þetta var einhvern veginn allt í móðu. Ég hélt ég væri 100 prósent áfram en þegar ég var sendur heim þá fór ég að efast um að flutningurinn hafi verið eins góður og ég hélt. En þegar ég sá þetta í sjónvarpinu fannst mér ég hafa neglt þetta. Þetta var alveg jafn mikið sjokk fyrir mig og aðra,“ segir hann.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by iLo🎈 (@ilomakesmusic)

„Þetta var ekkert þannig“

Einar Óli er að fylgjast með Idolinu og horfði á beinu útsendingarnar í síðustu viku. „Allir stóðu sig mjög vel. Ég hef ekkert út á neina keppendur að setja. Ég veit það var talað mikið um okkur Bigga, eins og þetta hafi verið eitthvað einvígi milli mín og hans. Það var ekkert þannig,“ segir hann.

„Það er bara verið að reyna að búa til gott sjónvarp og þau eru góð í því,“ segir hann kíminn.

„Við erum vinir og höfum þekkst lengi, við vorum saman í framhaldsskóla á Laugum á heimavist, og spjölluðum mikið á meðan þessu öllu stóð.“

Mynd/Daníel Starrason

Svona virkar leikurinn

Allir geta tekið þátt og er lagaþema hverrar viku það sama og í Idol. Þemað þessa vikuna er því ástarlög og fær einn keppandi glaðning á föstudaginn.

Keppnin verður jafn lengi og Idolið sjálft en reglurnar má lesa betur í færslunni hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by iLo🎈 (@ilomakesmusic)

Þú getur fylgst með Einari og keppninni á Instagram. Tónlistina hans má nálgast á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?