Danny Ings er genginn í raðir West Ham frá Aston Villa en félagið kaupir hann á 15 milljónir punda.
West Ham hefur átt í vandræðum með að skora mörk undanfarið og vonast til að Ings geti leyst það.
Ings hefur ekki átt fast sæti í liði Aston Villa og því var félagið reiðubúið að selja hann.
Ings er þrítugur enskur framherji sem á að baki þrjá landsleiki fyrir England.
Hann hefur á ferli sínum spilað með Burnley, Southampton, Liverpool, Aston Villa en fer nú til Lundúna.
BREAKING: West Ham sign Danny Ings from Aston Villa for £15m 🚨pic.twitter.com/0fNcAyABsV
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 19, 2023