Þetta er niðurstaða rannsóknar ítalskra vísindamanna að sögn Live Science.
Ungi maðurinn var drepinn á hrottalegan hátt fyrir 700 árum með þungum höggum í höfuðið með sverði. Chiara Tesi, hjá Insubria háskólanum, sagði að yfirdrifnu ofbeldi hafi verið beitt við morðið.
Niðurstaðan byggist á rannsóknum með nútímatækni á borð við þrívíddarröntgenmyndum, myndastækkunum og fleiru. Með þessari nútímatækni gátu vísindamennirnir rannsakað bein unga mannsins.
Bein mannsins fundust í kirkju í Cittiglio í norðurhluta Ítalíu.
Rannsókn vísindamannanna leiddi í ljós að fjöldi áverka var á höfuðkúpunni og út frá þeim gátu þeir kortlagt líklega atburðarás þegar maðurinn var drepinn. Eitt högg lenti á eyrum hans og annað á hnakkanum. Tesi telur því að hann hafi að lokum hnigið niður og legið með höfuðið niður á við þegar hann fékk síðasta höggið í hnakkann, það varð honum að bana.